Innanhúsarkitekt

Rut Káradóttir lærði innanhússarkitektúr í Istituto Europeo di Design í Róm og útskrifaðist þaðan árið 1993. Frá þeim tíma hefur hún lengstum starfað í sínu fagi á Íslandi og sinnt fjölbreyttum verkefnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Þáttur Rutar í þessu verkefni fólst í því að hanna og teikna innréttingar ásamt því að velja efni og liti fyrir baðherbergi, eldhús, veggi, gólf, glugga og utanhúsklæðningu. Markmiðið var að skapa hlýlegar íbúðir með tímalausu yfirbragði sem auðvelt væri að breyta og aðlaga að nýjum þörfum.

Vefsíða: www.rutkara.is / Instagram: @rutkaradottir

Söluaðilar