Þjóðbraut 3 og 5 eru fimm hæða fjölbýlishús sem hafa að geyma 76 íbúðir í fjölbreyttum stærðum sem henta breiðum hópi kaupenda. Hvort hús um sig er með stiga-og lyftuhúsi, sérgarði og 26 sérmerktum stæðum í frostfríum bílakjallara, þaðan er innangengt í sameign og geymsluganga. Tvær rafhleðslustöðvar eru við aðalinngang hvors húss fyrir sig, sameiginlegt stæði eru fyrir utan húsin. Húsin eru álklædd og einangruð að utan sem verður til þess að viðhald er í lágmarki. Sameiginleg miðlæg loftræsting er í húsunum sem tryggir gott loftflæði og góð loftskipti.

 

  • Vandaðar innréttingar
  • Bílageymsla
  • Viðhaldslítið

 

Það er stutt í alhliða þjónustu frá Þjóðbraut 3 og 5 til að mynda í leikskóla, sundlaug, íþróttamannvirki, banka og verslun ásamt því að að þjónustumiðstöð eldriborgara er í næsta húsi og svo mætti lengi telja.

Akranes hefur uppá að bjóða framúrskarandi grunn- og leikskóla ásamt fjölbreyttu íþróttastarfi t.d fótbolta, körfubolta, golf, motocross, fimleika og margt fleira.

Góð sjósund aðstaða er á Akranesi þar sem boðið er uppá heitapotta og aðstöðu.

 

Með stolti var Rut Káradóttir innanhúsarkitekt fengin að hönnun húsanna. Hún sá um hönnun innréttinga ásamt efnis- og litavali bæði innan sem utandyra svo úr varð heilstætt útlit með tímalausu útliti.

Arkitekt húsanna Kr Ark lagði upp með í hönnun sinni að skipulag og góð nýtni rýma væru höfð í fyrirrúmi.

Frá upphafi var markmiðið að byggja vandað og viðhaldslítið hús sem íbúar og Bestla geta verið stolt af enda er markmið Bestlu að gera vönduð hús sem munu standa tímans tönn.

Byggingaraðili

Hönnun

Arkitektar og aðalhönnuðir

Innanhússarkitekt

Landslagshönnun

Verkfræði- og lagnahönnun

Söluaðilar