Málning: Flügger / Slippfélagið
Innihurðar: Herholz, söluaðili Byko
Innréttingar og fataskápar: Voke-3
Blöndunartæki: Grohe, söluaðili Voke-3
Eldhústæki: AEG og Airforce/Elica, söluaðili Ormsson
Léttir veggir í geymslum eru hlaðnir og málaðir í ljósum lit. Vélræn loftræsting er í geymslum og geymslugólf eru máluð. Hurðir í möttum lit frá Byko.
Anddyri eru flísalögð en stigagangar teppalagðir, teppin eru frá harðviðarval í gerðinni ARC edidtion og í litnum rivoli 99. Póstkassar verða uppsettir í anddyri. Fólksflutningalyfta er í húsinu, hún er sjúkraflutningalyfta skv. byggingarreglugerð. Lyfta er vönduð af gerðinni MonoSpace 300 DX frá Kone. Gólf í tæknirýmum eru vélslípuð og máluð. Loft og veggir eru málaðir í litunum Via Babuino eða Angora Blanket.
Sorpflokkun íbúa er í þar til gerðum djúpgámum sem staðsettir eru við norð-austur hlið byggingarinnar.
Samtals eru 26 sérmerkt bílastæði í bílageymslu. Bílageymsla er með reyklos og vélrænni loftræstingu. Búið verður að leggja tengipunkta fyrir rafhleðslustöðvar í lofti bílageymslu. Ein tengipunktur fyrir fyrir þrjú stæði svo hægt er að setja upp hleðslustöðvar með einföldum hætti. Gólf bílageymslu er vélslípað, með hvítum línum sem aðgreina stæði. Bílageymsla er upphituð en með hitastigi undir 10°C (frostfrí).
Allt lagnaefni er svart að lit. Skildulýsing er uppsett, þ.e. í eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi (skylduljós samkvæmt byggingarreglugerð).
Gluggalaus rými baðherbergja og þvottahúsa eru með vélrænni útsogi. Þvottarými minni íbúða er með vélrænni útsogi.
Slökkvitæki er við inngang hverrar íbúðar og á völdum merktum svæðum í sameign. Optískir sérstæðir reykskynjarar eru í opnum rýmum íbúða skv. Byggingarreglugerð 112/2012. Samtengt brunakerfi er í sameign og reykútsogskerfi í bílageymslu.
Vísað er til hönnunargagna (m.a. aðaluppdrátta) varðandi nákvæmari útfærslu á atriðum sem ekki koma fram í skilalýsingunni.
Auglýsingaefni er eingöngu til hliðsjónar, komi upp misræmi eru samþykktar teikningar hönnuða gildandi. Íbúðum er skilað hvítmáluðum, án gólfefna og án lausra húsgagna.
Seljandi áskilur sér allan rétt til að gera efnis-, útlits- og tæknilegar breytingar meðan á byggingarframkvæmdum stendur.
Kaupandi gæti þurft að hreinsa sigti á blöndunartækjum nokkrum sinnum og fylgjast með niðurföllum í þvottahúsi, baðherbergjum, bílageymslu og úti á svölum.
Í steyptum nýbyggingum er mikill raki sem mun hverfa á einu til tveimur árum. Nauðsynlegt er að útloftun í íbúðum sé góð og mikilvægt er að fylgjast með vatnsmyndun (dögg) innan á gluggagleri. Til að forða að vatn safnist saman neðst á glerinu er mikilvægt að hafa glugga lítillega opna til að tryggja útloftun, sérstaklega þegar tekur að kólna í veðri. Ef þetta er ekki gert er hætta á að vatnið valdi skemmdum á gluggum, gólfefnum og málningu.
Seljandi ber ekki ábyrgð á eðlilegri og venjulegri sprungumyndun í múr, steypu, gifsi og timbri. Gera má ráð fyrir því að kaupandi þurfi að endurmála íbúð eftir nokkurn tíma þegar byggingin, þ.e. það byggingarefni sem í henni er, hefur náð stöðugu ástandi.
Nokkru eftir að bygginu er lokið er ryk sem safnast hefur í rýmum byggninga að setjast og eðlilegt getur verið að ryk sé að falla meira en annars er í eldri húsum.
Hæð frá yfirborði svalaganga að efri brún þröskulda inngangshurða íbúða fer yfir hæð, (25mm), sem skilgreind er skv. 6.kafla Byggingarreglugerðar gr.6.4.2, d.liður. Ef kaupandi notast við hjólastól og/eða kýs að hafa þröskuld 25mm eða minna frá gólfi svalaganga þá er hægt að leysa það með skábraut. Hægt er að sjá leiðbeiningar frá HMS 6.4.2 Úgáfa 4.7. um framkvæmd við uppsetningu skábrautar.
Seljandi leggur ekki til skábraut né útvegar uppsetningu nema annað sé tekið til í kauptilboði.
Allar breytingar á íbúðinni sjálfri og einstaka hlutum hennar að ósk kaupanda geta haft áhrif á afhendingartíma og leitt til kostnaðarauka en aldrei til lækkunar.
Íbúðir afhendast yfirborðshreinar. Forsvarsaðili seljanda mun ásamt íbúðarkaupanda yfirfara íbúð við afhendingu. Ef gallar eða vanefndir koma í ljós við afhendingu skal seljandi lagfæra galla eins fljótt og auðið er.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar endanlegt brunabótamat er komið á eignina.
Birt með fyrirvara á prentvillum.