Almennt

Fjölbýlishúsið að Þjóðbraut 3 er staðsett í glæsilegu íbúðarhverfi í uppbyggingu á Akranesi. Byggingin er 5 hæðir með 38 íbúðum af fjölbreyttum stærðum og gerðum. Eitt stiga- og lyftuhús er í byggingunni. Svalagangar tengjast saman í vinkil á 2.-5. hæð og er aðgengi að stigahúsi frá tveim áttum. Þá hafa íbúðir á jarðhæðum sem snúa til norðurs sérinngang má segja. Íbúðir 104-108 hafa sérinngang frá garði sem og einnig hægt að ganga inn í gegnum stigagang sem er læstur beggja vegna.

Á 1. - 5. hæð eru íbúðir af fjölbreyttum stærðum og gerðum, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja.

Í kjallara hússins er sameiginleg bílageymsla með bílastæðum fyrir 26 bifreiðir. Að auki eru í kjallara sérgeymslur fyrir hluta íbúða ásamt vagna- og hjólageymslu og sameiginlegum tæknirýmum.

Aðalinngangur er staðsettur á 1. hæð. Eingöngu er notast við fyrsta flokks efni bæði innan- sem og utandyra. Léttir innveggir íbúða eru með sérvöldu gipsefni fyrir hvert rými og veggir sérgeymslna eru hlaðnir.

Með stolti segjum við frá því að margrómuð Rut Káradóttir, Innanhúsarkitekt sem hefur hannað í mörg af glæsilegri húsum Íslands og með áratuga reynslu gekk til liðs við Bestla í verkefninu Þjóðbraut 3. Rut Káradóttir sá um hönnun innréttinga, heildstætt lita, og efnisval þar sem áhersla var lögð á gott skipulag, fallegt útlit, gæði og góða nýtingu. Til gamans má geta að um er að ræða fyrsta fjölbýlishús sem Rut Káradóttir tekur að sér að hanna í frá grunni.

Byggingaraðili

Byggingarfélagið Bestla ehf. er framkvæmdaaðili að Þjóðbraut 3 á Akranesi. Starfsmenn Bestlu búa að áratuga reynslu og þekkingu úr byggingariðnaði á Íslandi. Byggingarfélagið Bestla sérhæfir sig í byggingu íbúða ásamt þróunarverkefnum.

Hönnun

Arkitektar og aðalhönnuðir: Krark Arkitekt
Innanhúsarkitekt: Rut Káradóttir
Verkfræðihönnun: Efla verkfræðistofa
Landslagshönnun: Landslag ehf

Frágangur utandyra

Burðarvirki hússins er staðsteypt með hefðbundnum hætti og eru útveggir einangraðir að utan og klæddir, þannig er viðhaldi hússins haldið í lágmarki. Klæðningar hússins eru úr báruáli.

  • Gluggar / svalahurðir:
  • Gluggar og svalahurðar eru úr timbri, svartir að innan og klæddir ál- kápum að utan í svörtum lit RAL 9005, „Jet Black“. Söluaðili glugga er Kambar ehf. Allt gler er K-gler eða sambærilegt skv. byggingarreglugerð.

  • Svalir:
  • Gólf á svölum íbúða eru staðsteypt og vélslípuð en að öðru leyti ómeðhöndluð.

    Svalir íbúða 504-506 eru einangruð og hellulagðar.

  • Utanhússklæðning:
  • Byggingin er klædd báruáli frá framleiðendunum Novellis 3821-20 C- Patina og flutt er inn af Áltak ehf.

  • Raflagnir:
  • Lýsing er fullfrágengin inn á svölum ásamt einum rafmagnstengli. Öll önnur utanhúss lýsing er fullfrágengin samkvæmt teikningum raflagnahönnuðar.

  • Þak:
  • Þök byggingarinnar eru svokölluð viðsnúin. Ofan á steypta þakplötu eru brædd tvö lög af asfaltpappa og ofan á er lagður drendúkur undir 220mm rakaþolna plasteinangrun með vatnshalla a.m.k. 25 prómill.

    Ofan á einangrun er lagður síudúkur undir rúnaða sjávarmöl til förgunar.

  • Lóð:
  • Stéttar fyrir framan bygginguna og verandir á sérafnotaflötum íbúða eru hellulagðar eða steyptar skv. teikningum arkitekta. Hitalögn er í helstu gönguleiðum og bílastæðum fyrir hreyfihamlaða. Grasflatir eru þökulagðar. Gróður er í gróðurbeðum skv. teikningum landslagsarkitekts.

    Bílastæði eru austan og norðan megin við húsið og eru stæði aðskilin með hvítum línum. Sérafnotareitir fylgja íbúðum á fyrstu hæð sem verða timburpallur. Frágangur lóðar er að öðru leiti samkvæmt teikningum landslagsarkitekts (Landslag ehf).

  • Annar búnaður:
  • Húsnúmer er uppsett á áberandi stað á útveggjum. Í aðalanddyri stigagangs eru póstkassar, einn fyrir hverja íbúð.

  • Rafhleðslustöðvar
  • Á lóð er einn staur með tvöfaldri rafhleðslustöð uppsettar og klárar til notkunar. Gert er ráð fyrir fleiri staurum við bílastæði.

Frágangur innandyra

Íbúðum er skilað fullbúnum án gólfefna en gólf eru þunnflotuð að undanskildum votrýmum (baðherbergi og þvottahús) sem eru flísalögð. Öllum íbúðum fylgja eftirfarandi innbyggð tæki í eldhúsi frá Ormsson: Span- helluborð og bakarofn frá AEG og gufugleypir/ háfur frá Airforce/Elica þar sem við á.

  • Veggir:
  • Veggir eru staðsteyptir, spartlaðir og málaðir í lit „soft sand“ frá Flügger. Léttir innveggir eru úr sérvöldu gipsefni í hverja tegund rýmis, spartlaðir og málaðir í lit „soft sand“ frá Flügger. Fyrirkomulag innveggja er í samræmi við samþykkta aðaluppdrætti af íbúðarhúsnæðinu. Hluti baðherbergisveggja eru flísalagðir og nær flísalögnin alla leið upp í loft.

  • Loft:
  • Lofthæð íbúða er u.þ.b. 2,58 metrar. Loft eru slípuð, spörtluð og máluð í lit „soft sand“ frá Flügger.

  • Hurðir:
  • Innihurðir eru spónlagðar svartar að lit og yfirfelldar söluaðili er Byko. Hurðarhúnar eru svartir. Inngangshurðir íbúða eru tré-ál EI30CS eldvarnahurðar með hurðarpumpu. Eldvarnahurðir í sameign kjallara eru svartar stálhurðir ýmist (E30 eða E60) með rafmagnsopnunum í helstu gönguleiðum en hurðarpumpu í tækjarými, tegund eldvarnahurða er skv. Brunahönnun. Söluaðili eldvarnahurða er Glófaxi ehf. Sjálfvirkar inngangshurðir og foranddyrishurð á 1. hæð í aðalinngangi eru ál-gler frá, uppsettar og þjónustaðar af Fagval ehf.

  • Eldhús:
  • Innréttingar í eldhúsi eru frá innréttinga- framleiðandanum Voke-3 og eru almennt í dökkum lit ("Antracite Sherman Oak" og "beige"). Yfirborð hurða- og skúffuforstykkja eru úr slitsterku harðplasti sem er þægilegt í umgengni og viðhaldi. Vegghengdir efri skápar eru með innfræstri LED-lýsingu undir skápum. Borðplötur eru almennt úr 38 mm þykkum HPL (high pressure laminate) í lit "Beige Textile” frá Voke-3.

  • Eldhústæki:
  • Eldhús skilast með vönduðum tækjum frá AEG: span-helluborði og bakarofni með innbyggðum hitamæli. Ýmist er gufugleypir innbyggður í efri skáp af gerðinni Airforce/Elica eða sem lofthengdur eyjuháfur af gerðinni Airforce. Íbúðum er skilað til kaupanda án kæli-/ frystiskáps og uppþvottavélar en gert er ráð fyrir að þessi tæki séu innbyggð og fylgja þess vegna hurðaforstykki í stíl við innréttingar með til uppsetningar. Eldhústæki frá Franke eru hitastýrð og einnar handar með útdraganlegum haus. Eldhúsvaskur er af vandaðri gerð úr Tectonite frá Franke, límdur ofan á HPL-plastlagðar borðplötur.

  • Baðherbergi:
  • Baðherbergisgólf er flísalagt með Pro Stone Light Gray flísum í stærðinni 60x60 cm frá Álfaborg. Hluti baðherbergisveggja er flísalagður upp í loft með flísum sömu gerðar og eru á gólfum. Baðinnrétting er í dökku viðarútliti með mjúklokun á skúffum. Speglar eru á baðherbergjum með Wever&Ducré Mirba 1.0 veggljósum frá Lumex. Borðplata er úr 38 mm þykkum HPL (high pressure laminate) Durastone-efni í ljósum með ofan á límdum hvítum vaski, (Ideal Standard Connect). Hreinlætistæki eru frá Grohe, hitastýrð einnar handar blöndunartæki. Blöndunartæki í sturtu eru frá Damixa, hitastýrð einnar handar blöndunartæki svört að lit. Gólf sturtuklefa er með vatnshalla, flísalagt með ílangri niðurfallsrist og sturtugleri. Salernisskál er vegghengd með innbyggðum vatnskassa og þrýstihnappi. Málning baðherbergis frá Slippfélaginu í litnum „Soft Sand“.

  • Svefnherbergi:
  • Fataskápar eru í svefnherbergjum, sprautulakkað í möttum lit og vönduðum höldum.

  • Forstofa:
  • Fataskápar eru í forstofu skv. teikningu, sprautulakkað í möttum lit og vönduðum höldum.

  • Þvottahús:
  • Sérstök þvottaaðastaða í sér rými er í sumum íbúðum en í öðrum íbúðum er gert ráð fyrir þvottaaðstöðu inni á baðherbergjum. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara. Gert er ráð fyrir að þurrkari sé með rakaþétti. Gólf er flísalagt með Pro Stone Light Gray flísum í stærðinni 60x60 cm.

  • Tegundalisti innviða:
  • Flísar: Pro Stone Light Gray, söluaðili Álfaborg
    Málning: Flügger / Slippfélagið
    Innihurðar: Herholz, söluaðili Byko
    Innréttingar og fataskápar: Voke-3
    Blöndunartæki: Grohe, söluaðili Voke-3
    Eldhústæki: AEG og Airforce/Elica, söluaðili Ormsson

  • Sérgeymslur:
  • Léttir veggir í geymslum eru hlaðnir og málaðir í ljósum lit. Vélræn loftræsting er í geymslum og geymslugólf eru máluð. Hurðir í möttum lit frá Byko.

  • Sameign
  • Anddyri eru flísalögð en stigagangar teppalagðir, teppin eru frá harðviðarval í gerðinni ARC edidtion og í litnum rivoli 99. Póstkassar verða uppsettir í anddyri. Fólksflutningalyfta er í húsinu, hún er sjúkraflutningalyfta skv. byggingarreglugerð. Lyfta er vönduð af gerðinni MonoSpace 300 DX frá Kone. Gólf í tæknirýmum eru vélslípuð og máluð. Loft og veggir eru málaðir í litunum Via Babuino eða Angora Blanket.

  • Sorp og sorpflokkun:
  • Sorpflokkun íbúa er í þar til gerðum djúpgámum sem staðsettir eru við norð-austur hlið byggingarinnar.

  • Bílageymsla:
  • Samtals eru 26 sérmerkt bílastæði í bílageymslu. Bílageymsla er með reyklos og vélrænni loftræstingu. Búið verður að leggja tengipunkta fyrir rafhleðslustöðvar í lofti bílageymslu. Ein tengipunktur fyrir fyrir þrjú stæði svo hægt er að setja upp hleðslustöðvar með einföldum hætti. Gólf bílageymslu er vélslípað, með hvítum línum sem aðgreina stæði. Bílageymsla er upphituð en með hitastigi undir 10°C (frostfrí).

  • Raflagnir:
  • Allt lagnaefni er svart að lit. Skildulýsing er uppsett, þ.e. í eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi (skylduljós samkvæmt byggingarreglugerð).

  • Hita- og loftræstikerfi:
  • Gluggalaus rými baðherbergja og þvottahúsa eru með vélrænni útsogi. Þvottarými minni íbúða er með vélrænni útsogi.

  • Brunavarnir:
  • Slökkvitæki er við inngang hverrar íbúðar og á völdum merktum svæðum í sameign. Optískir sérstæðir reykskynjarar eru í opnum rýmum íbúða skv. Byggingarreglugerð 112/2012. Samtengt brunakerfi er í sameign og reykútsogskerfi í bílageymslu.

Til áréttingar

Vísað er til hönnunargagna (m.a. aðaluppdrátta) varðandi nákvæmari útfærslu á atriðum sem ekki koma fram í skilalýsingunni.

Auglýsingaefni er eingöngu til hliðsjónar, komi upp misræmi eru samþykktar teikningar hönnuða gildandi. Íbúðum er skilað hvítmáluðum, án gólfefna og án lausra húsgagna.

Seljandi áskilur sér allan rétt til að gera efnis-, útlits- og tæknilegar breytingar meðan á byggingarframkvæmdum stendur.

Kaupandi gæti þurft að hreinsa sigti á blöndunartækjum nokkrum sinnum og fylgjast með niðurföllum í þvottahúsi, baðherbergjum, bílageymslu og úti á svölum.

Í steyptum nýbyggingum er mikill raki sem mun hverfa á einu til tveimur árum. Nauðsynlegt er að útloftun í íbúðum sé góð og mikilvægt er að fylgjast með vatnsmyndun (dögg) innan á gluggagleri. Til að forða að vatn safnist saman neðst á glerinu er mikilvægt að hafa glugga lítillega opna til að tryggja útloftun, sérstaklega þegar tekur að kólna í veðri. Ef þetta er ekki gert er hætta á að vatnið valdi skemmdum á gluggum, gólfefnum og málningu.

Seljandi ber ekki ábyrgð á eðlilegri og venjulegri sprungumyndun í múr, steypu, gifsi og timbri. Gera má ráð fyrir því að kaupandi þurfi að endurmála íbúð eftir nokkurn tíma þegar byggingin, þ.e. það byggingarefni sem í henni er, hefur náð stöðugu ástandi.

Nokkru eftir að bygginu er lokið er ryk sem safnast hefur í rýmum byggninga að setjast og eðlilegt getur verið að ryk sé að falla meira en annars er í eldri húsum.

Hæð frá yfirborði svalaganga að efri brún þröskulda inngangshurða íbúða fer yfir hæð, (25mm), sem skilgreind er skv. 6.kafla Byggingarreglugerðar gr.6.4.2, d.liður. Ef kaupandi notast við hjólastól og/eða kýs að hafa þröskuld 25mm eða minna frá gólfi svalaganga þá er hægt að leysa það með skábraut. Hægt er að sjá leiðbeiningar frá HMS 6.4.2 Úgáfa 4.7. um framkvæmd við uppsetningu skábrautar.

Seljandi leggur ekki til skábraut né útvegar uppsetningu nema annað sé tekið til í kauptilboði.

Allar breytingar á íbúðinni sjálfri og einstaka hlutum hennar að ósk kaupanda geta haft áhrif á afhendingartíma og leitt til kostnaðarauka en aldrei til lækkunar.

Íbúðir afhendast yfirborðshreinar. Forsvarsaðili seljanda mun ásamt íbúðarkaupanda yfirfara íbúð við afhendingu. Ef gallar eða vanefndir koma í ljós við afhendingu skal seljandi lagfæra galla eins fljótt og auðið er.

Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar endanlegt brunabótamat er komið á eignina.

Birt með fyrirvara á prentvillum.

Söluaðilar